Styrktarþjálfun fyrir yngri iðkendur

Aukinn styrkur, hreyfigeta og sjálfstraust

Þjálfarinn

Gunnar Ingi hefur lokið meistaranámi í íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík og er jafnframt menntaður styrktarþjálfari frá Keili, Háskólabrú. Aðalíþróttabakgrunnur hans er úr fótbolta, en hann hefur einnig reynslu af ýmsum öðrum íþróttagreinum. Gunnar hóf þjálfunarferil sinn ungur að árum og byrjaði sem þjálfari í yngri flokkum í fótbolta aðeins 15 ára gamall. Undanfarin ár hefur hann starfað sem styrktarþjálfari bæði með yngri iðkendum og meistaraflokkum karla í knattspyrnu og körfubolta hjá Aftureldingu.

Þjálfarinn

Þjálfunin

Heildræn styrktarþjálfun sem miðar að því að byggja upp styrk, hreyfanleika og sjálfsöryggi. Í boði er þjálfun fyrir þá sem stunda skipulagt íþróttastarf og vilja hámarka frammistöðu sína í sinni grein með heildrænni styrktarþjálfun, sem og fyrir þá sem ekki stunda skipulagt íþróttastarfi en vilja hámarka heilbrigði, styrkja- og hreyfa sig betur og líða vel. Þjálfunin er í boði fyrir alla á aldrinum 9 til 15 ára. Iðkendur á aldrinum 9 til 12 ára æfa saman í fyrri tímanum klukkan 10:10 og iðkendur á aldrinum 13-15 í seinni tímanum klukkan 11:10-12:00.

  • Þjálfa grunnhreyfingar í styrktarþjálfun og þróa rétt hreyfimynstur líkamans
  • Þjálfa hreyfigetu, samhæfingu og líkamsstjórn með fjölbreyttum æfingum
  • Byggja upp grunnstyrk, virkja og styrkja stóru vöðvahópa líkamans á markvissan hátt
  • Þjálfa sprengikraft, hoppa hærra og hlaupa hraðar
  • Fyrirbyggjandi styrktaræfingar til að draga úr líkum á meiðslum
  • Takast á við áskoranir og fjölbreyttar æfingar sem nýtast bæði í íþróttum og daglegu lífi

Markmið þjálfunarinnar

Að skapa jákvæða og uppbyggilega upplifun af styrktarþjálfun þar sem þátttakendur læra að leggja á sig og gera sitt besta. Lögð er áhersla á rétt hreyfimynstur, öryggi og að byggja upp sterkan grunn sem nýtist bæði í íþróttum og daglegu lífi. Þjálfunin stuðlar að auknum styrk, bættri hreyfigetu og líkamsvitund, ásamt því að kenna einfaldar og árangursríkar æfingar sem þátttakendur geta nýtt sér út lífið. Æfingaval

  • Styrktaræfingar
  • Teygjur
  • Liðkun/Mobility
  • Hopp
  • Stuttir sprettir
  • Leikir

Algengar spurningar

Hvar eru æfingarnar?+

Heilsuklasinn á Höfða (salur 3)

Fyrir hvaða aldur er þjálfunin?+

Þjálfunin er í boði fyrir alla á aldrinum 9 til 15 ára

Hvað eru æfingarnar langar?+

Æfingarnar eru 50 mínútur

Hvað þurfa iðkendur að taka með á æfingar?+

Íþróttaföt og íþróttaskó

Geta foreldrar horft á æfingar?+

Aðstandendur mega ekki vera inn í salnum að horfa á meðan æfingunni stendur. En þeim er velkomið að kaupa sér kort í Heilsuklasanum og geta þannig nýtt tímann í hreyfingu á meðan

Geta allir skráð sig í þjálfunina?+

Allir á aldrinum 9-15 ára geta skráð sig. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og hentar því öllum getustigum. Passað er upp á að allir fá verkefni við hæfi.