Fréttir

 • Öflug símenntun framundan
  Styrktarþjálfun.is með Helga Jónasi Guðfinnssyni í fararbroddi, ætlar að halda áfram að leggja sín lóð á vogaskálarnar í von um að efla gæði í þjálfun á Íslandi enn frekar.
  meira
 • Bækur sem ég mæli með
  Mottó mitt í lífinu er að hætta aldrei að læra. Ég trúi því að okkur geti aðeins farið fram og aftur en ekki staðnað. Hér hef ég tekið saman lista yfir þær bækur sem ég hef lesið á undanförnum árum og mæli með.
  meira
 • Fróðleikur - Snúningur á ökkla
  Ökklameiðsli eru tíð hjá íþróttamönnum. En hvað gerum við þegar við snúum okkur á ökkla? Við kælum og hvílum í viku eða jafnvel lengur eftir því hversu alvarleg tognun var. En er nóg að hvíla og byrja svo þegar maður getur farið að stíga í fótinn aftur? 
  meira

Innskrįning

 
 
 
 Helgi Jónas Guðfinnsson
 
Helgi Jónas Guðfinnsson er fæddur 18. apríl 1976. Hann ólst upp á Neskaupsstað en 11 ára flutti hann til Grindavíkur þar sem hann býr enn. Frá unga aldri þá var Helgi mikið í íþróttum og hefur hann stundað flestar íþróttir en hann var samt mest á skíðum, fótbolta og körfubolta. Hans aðalgrein var körfubolti og á hann bæði landsleiki með unglingalandsliðum og A-landslið Íslands. Árið 1998 flutti Helgi til Hollands þar sem hann gerðist atvinnumaður í körfubolta og spilaði hann fyrir Donar í Gronigen. Eftir eitt ár í Hollandi þá flutti hann sig um set og átti frábært ár í Antwerp þar sem hann fagnaði bæði belgíumeistara og bikarmeistaratitlinum. Árið eftir spilaði hann með Ieper í Belgíu en það tímabil endaði ekki eins vel því liðið fór á hausinn. Eftir þetta tímabil flutt Helgi aftur til Íslands og spilaði hann þar í nokkur ár með Grindavík en bakmeiðsli gerðu honum erfitt fyrir og því varð hann að leggja skóna á hilluna 29 ára gamall. Helgi tók hins vegar skóna fram árið 2009 og spilaði síðasta tímabil með gamla liðinu sínu Grindavík. 
Helgi er giftur Arnfríði Kristinsdóttir og á tvö börn, Arnór Tristan og Anítu Rut. Undanfarin ár hefur Helgi eitt miklum tíma í að mennta sig á sviði þjálfunnar. Helgi hefur nefnilega mottóið „Never stop learning“ og honum þykir mikilvægt að fólk halda áfram að lesa og bæta við sig menntun. Ef þú vilt verða í toppnum á þínu sviði þá verður þú að gera það annars dregstu bara aftur úr.
Helgi starfar sem einkaþjálfari í Orkubúinu í Grindavík ásamt því að kenna við ÍAK einkaþjálfaranám Keilis
Helgi skrifaði bókina „Your Ultimate Fat Loss System“ en þessi bók endurspeglar hans hugmyndafræði um hvernig á að léttast. Mikið hefur verið lagt í þessa bók og mikið af rannsókn sem Helgi hefur farið yfir. Það sem farið er vel yfir í þessari bók er hvernig þú átt að undirbúa þig fyrir áður en þú byrjar að taka þig í gegn. Helgi telur að ef þú tekur þetta ekki með í reikninginn þá á þér eftir að mistakast. 
 
Menntun:
 
 • CHEK Practitioner level 2 
 • BioSignature level 1
 • NASM Certified Personal Trainer
 • NASM Performance Enhancment Specialist
 • NASM Corrective Exercise Specialist
 • Advanced Metabolic Typing Advisor
 • ISSA Certified Fitness Trainer
 • Maxbells Kettlebells Instructor
 • Maxbells Bodyweight Instructor
 • Íþróttabraut frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja
 
Óklárað:
 
 • Resistance Training Specialist level 1
 
Námskeið:
 
 • Athletic Speed Formula (4x)- Lee Taft
 • Uppbygging æfingakerfa - Lee Taft
 • Ólympískar lyftingar - Lee Taft
 • Þjálfarabúðir Keilis September 2010 - Chris Mohr, Mike Boyle og Dave Jack
 • Posturology level 1 – Yves Ethier
 • Scientific core conditioning – CHEK Institute
 • Swiss ball training – CHEK Institute
 • Scientific back training – CHEK Institute
 • Program design – CHEK Institute
 • Dynamic Medicine Ball Training – CHEK Institute
 • Advanced Swiss Ball Training for Rehabilitation – CHEK Institute
 • Primal Pattern Movements: A Neurodevelopmental Approach to Conditioning – CHEK Institute
 • Equal but not the same – CHEK Institute
 • Advanced Program Design – CHEK Institute
 • Talking Function with Gary Gray – PtOnTheNet.com
 • Introduction to Kettlebells  með Steve Cotter, Steve Maxwell og Völu Mörk
 
Fyrirlestrar:
 
 • Balance begins in your mouth - Paul Chek
 • Functional anatomy for fintess professionals - Paul Chek
 • Horomones: A Critical Link to Health, Performance and Consciousness - Paul Chek
 • Exercise and Stress Management - Paul Chek
 • The Unity of Spirit and Exercise - Paul Chek
 • Ph. D in push up - Juan Carlos Santana
 • Back training for the new millineum – Juan Carlos Santana
 • Æfingar fyrir Golfara – Guðjón Bergmann
 • Næringarfyrirlestur – Udo Erasmus
 • Hversu fljótt á að byrja eftir meiðsli – Einar Einarsson
 • Af hverju njóta sumir þjálfarar meiri velgengni en aðrir - Lee Taft
 • 30 Dagahreinsun á mataræði - Davíð Kristinsson