Fréttir

 • Öflug símenntun framundan
  Styrktarþjálfun.is með Helga Jónasi Guðfinnssyni í fararbroddi, ætlar að halda áfram að leggja sín lóð á vogaskálarnar í von um að efla gæði í þjálfun á Íslandi enn frekar.
  meira
 • Bækur sem ég mæli með
  Mottó mitt í lífinu er að hætta aldrei að læra. Ég trúi því að okkur geti aðeins farið fram og aftur en ekki staðnað. Hér hef ég tekið saman lista yfir þær bækur sem ég hef lesið á undanförnum árum og mæli með.
  meira
 • Fróðleikur - Snúningur á ökkla
  Ökklameiðsli eru tíð hjá íþróttamönnum. En hvað gerum við þegar við snúum okkur á ökkla? Við kælum og hvílum í viku eða jafnvel lengur eftir því hversu alvarleg tognun var. En er nóg að hvíla og byrja svo þegar maður getur farið að stíga í fótinn aftur? 
  meira

Innskrįning

 
 

Umsagnir um Styrktarþjálfun.is

 
Ég er búinn að vera atvinnumaður í 6 ár og voru lyftingaæfingarnar mínar orðnar frekar einhæfar. Ég tók hins vegar ekkert eftir því þar sem maður er fljótur að festast í ákveðnum rythma, fara í ræktina taka sínar 4-6 æfingar og síðan heim. Eftir að Helgi opnaði síðuna sína styrktarthjalfun.is hef ég aukið fjölbreytileikann í æfingunum hjá mér og finn ég strax mun á mér. T.d. eru samsettu æfingarnar hans algjör snilld, ég er nýbyrjaður að nota þær og taka þær mjög vel á öllum líkamanum.
            Síðan er uppfull af fróðleik og er æfingasafnið hans risastórt með nóg af nýjum æfingum, sem gerir það að verkum að maður fær aldrei leið á ræktinni.Tekið er á öllu, allt frá teygjum, bandvefslosun,(sem er nauðsynleg fyrir íþróttamenn), snerpuæfingum, ólympiskum lyftingum en einnig er hægt að finna klassísku æfingarnar þar. Hverri æfingu er lýst vel og flestum fylgir einnig myndband þar sem farið er í gegnum þær.
            Helgi er mjög vel að sér í næringu og þjálfun og sést það vel á þessari síðu, hann er einnig mjög duglegur að sækja námskeið og fylgist vel með öllum nýjungum. Ég hef einnig farið í greiningu hjá honum og benti hann mér þá á veikleika mína. Eftir greininguna hef ég getað unnið að því að bæta þá hægt og rólega. Ég get því hiklaust mælt með styrktarthjalfun.is og Helga sem einkaþjálfara.
 
 
Einar Hólmgeirsson
 
Handboltamaður
 
 
 
Styrktarþjálfunin hjá Helga er bara frábær síða.  Ég er búinn að vera að keyra á netþjálfunarprógrammi hjá honum í mánuð og það er alveg magnað að fá myndbönd af öllum æfingum - ótrúlegt magn og virkilega flott.   Ég hef einnig verið að hlaupa interval spretti eins og Helgi leggur upp með í brennslunni og það hefur skilað mér góðum árangri. 
Síðan er þar fyrir utan svo fjölbreytt og margar góðar greinar sem tengjast þjálfun og næringu.
Ég mæli hiklaust með styrktarþjálfun.is
 
 
Einar Árni Jóhannsson yfirþjálfari yngri flokka UMFN og þjálfari U16 drengjalandsliðsins í körfu.
 
 
 

Umsagnir um Helga Jónas

 
Ég hafði aldrei haft neina trú á einkaþjálfurum, fannst það bara vera bull, fólk gæti bara hunskast í ræktina og tekið á því, ég hafði rangt fyrir mér. Ég ákvað að fá hjálp frá Helga Jónasi við að byggja prógrammið upp og vera mér innan handar. Með því æfði ég rétt og markvisst og náði betri árangri fyrir vikið. Annað sem það gerir er að það er örlítil aukapressa á manni að gera þetta almennilega, það ætti ekki að þurfa en þannig er það nú samt.  Ég vildi óska þess að ég hefði sinnt þessum hlutum svona vel allan minn feril, þá væri ég mun betri leikmaður í dag.
 
Hlynur Bæringsson
 
 
Eg hef oft reynt að fara minar eigin leiðir þegar kemur að lyftingum og öðru sem við kemur að auka styrk og snerpu. Eg akvað að prufa að fara i þjalfun til Helga þvi eg hafði heyrt að hann hefði aðra hugmyndafræði a bakvið sinar æfingar heldur en flestir aðrir. Svo reyndist vera og er hann algjör fagmaður i sinu starfi. Hann naði að sniða öllum æfingum utfra þvi sem eg er að gera i minu sporti þannig að utkoman var beint inna völlinn. Það sem mig likaði best við æfingarnar hans eru að þær eru ekki þessar typisku lyftingaræfingar sem einangra einn vöðvahop. Heldur er hann með samsettar æfingar sem reyna a allan likamann, sem er mun mikilvægara fyrir iþrottarmenn þvi þær svipa mun meira til hreyfinga inn a vellinum.
Hörður Axel Vilhjálmsson
 
My training program with Helgi Jónas started with a full body assessment which measured my flexibility, core strength, and mobility.  From this assessment, Helgi was able to put together a detailed program which placed special attention on those areas which needed improvement.  During six weeks of training, I noticed a substantial difference in my flexibility (range of motion), and increased core strength.  My balance in certain drills, as well as my stamina to maintain difficult positions for longer periods, improved every week.  Helgi's program is not only geared towards strength conditioning and flexibility, but also focuses on injury prevention.  As an athlete, staying healthy is a vital part of being able to compete at my highest level... And Helgi's training program has pointed me in the right direction.

Brenton Birmingham
Basketball player (UMF Grinavík)
Former Icelandic national team player
 
 
Ég var búinn að vera aumur í kviðnum og náranum í langan tíma, tímabilið 2008 spilaði ég einungis 10 leik af 25 liðsins. Ég hitti marga sérfræðinga og vann mikið með sjúkraþjálfurum, en það var ekki fyrr en ég hitt Helga Jónas sem ég fór að finna batamerki á meinum mínum. Ég stundaði æfingarnar sem hann lagði fyrir mig samviskusamlega og fyldi fyrirmælum hans. Síðastliðið tímabil var ég liðtækur í alla 28 leiki liðsins og spilaði 25 af þeim. Ég þakka mikið fyrir að hafa hitt Helga og mun ég vinna áfram með honum.
 
Jón Gunnar Eysteinsson
Knattspyrnumaður
 
 
Ég var búinn að vera að lyfta í tvö ár og mér fannst ég aldrei vera að lyfta rétt. Ég vildi gera þetta betur svo að lyftingarnar myndu hjálpa mér að verða betri körfuboltamaður. Ég hafði samband við Helga og skellti mér í silfurþjálfun hjá honum og mér fannst það alveg frábært ég æfði eftir nýju lyftingkerfi sem ég hafði ekki prufað áður og þetta hefur hjálpað mér að komast í frábært form. Fullt af nýjum frábærum æfingum sem ég hafði aldrei séð og svo er þetta æfingasafn á styrktarthjalfun.is mjög hjálplegt. 
 
Baldur Þór Ragnarsson
Þór Þorlákshöfn
 
 
 
Ég á langan íþróttaferil að baki sem landsliðskona á skíðum, í fótbolta ásamt því að keppa í fitness og verið dugleg að lyfta. Ég kláraði íþróttafræði við Háskóla Íslands fyrir 2 árum og hef ágætis þekkingu á íþtóttafræðum. Ég hef veriðað þjálfa knattspyrnu hjá 2. Vals meistarflokki Frami og svo hef ég tekið við meistarflokki Hattar á Egilsstöðum ásamt því að þjálfa yngri flokka þar. Ég var að leita að nýjum æfingum til þess að setja inn í prógram fyrir stelpurnarí Hetti þegar ég datt inn á síðuna Hjá Helga Jónasi. Mér leist svo vel á það sem var að lesa þar og hversu frábær síðan hans var að ég ákvað að senda honum póst og byðja hann um að ráðleggja mér. Hann gerði fyrir okkur 4 mánaða prógram sem er alveg magnað. Ég sé vel á stelpunum hversu vel það er að virka auk þess sem ég hef sjálf verið að æfa eftir því. Helgi sýnir líka mikla eftirfylgni í starfi þar sem hann sendir pósta og spyr hvernig gengur og svarar öllum spurninum af mikilli vandvirkni. Ég tel Helga vera atvinnumann í starfi og þarf ekki annað en að skoða síðuna til þess að sjá hversu vandvirkur hann er. Hann er óeigingjarn á eigin visku og vill greinilega deila henni eins vel og hann getur. Ég mun án efa leita til Helga í faramtíðinni þegar mig vantar ráðleggingar í þjálfun
.
Ég þakka Helga kærlega fyrir okkur og óska honum velfarnaðar í starfi
 
Bestu kveðjur
Sigríður Þorláksd. Baxter
 
Ég fékk brjósklos fyrir um 5 árum. Síðan þá hef ég reynt margar leiðir til að fá meina minna bót. Brjósklosið hefur heft mig í mörgu, meðal annars vinnu og leik en helst í iðkun íþrótta sem hafa ávallt verið stór hluti af mínu lífi. Að lifa með brjósklos er ansi flókið og þarf maður að hlífa sér á margan hátt. Eftir að ég byrjaði að æfa hjá Helga Jónasi fór mér að batna. Æfingakerfið sem Helgi hefur leitt mig í gegnum hefur opnað nýjar dyr fyrir mér. Ég get gert hluti í dag sem ég gat ekki áður t.d. hlaupið, iðkað knattspyrnu og setið í vinnustól allan daginn sem er eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg ár.
Helgi byrjaði á að greina mig með allskonar tækjum og tólum. Mældi mig allan í bak og fyrir, lét mig gera liðleika æfingar og lagði fyrir mig spurningalista. Hann tók meðal annars af mér kvikmynd skríðandi eins og smá barn og þá hélt ég reyndar að maðurinn væri orðinn viti sýnu fjær. En allt miðaði þessi undirbúningur að því að útbúa rétt kerfi fyrir mig því menn eru misjafnir og enginn eins.
Ég á Helga margt að þakka í dag og mæli ég með honum við hvern sem er en þó sérstaklega þeim sem eru með mein á borð við það sem ég hef gengið með. Fyrir mestu er þó að ég sé fram á að ná miklum bata ef ég held áfram á sömu braut undir handleiðslu Helga. Greiningin, æfingarnar og ráðleggingarnar frá honum er mjög heilsteyptar og árangursríkar. Það er greinilegt að hann er atvinnumaður í sinni grein sem nær árangri með fólk.
Ég mun alltaf mæla með Helga Jónasi Guðfinnssyni þegar kemur að meðhöndlun fólks með brjósklos.
 
Virðingafylgst,
 
 
Halldór Ólafur Halldórsson
 
Ég hef margoft byrjað í líkamsrækt með miklu krafti og hætt síðan stuttu síðar með verki í flestum liðum. Eftir leit að einstakling sem ég treysti til að koma mér á réttan farveg með æfingar þá fann ég hann Helga. Fyrst greining sem að Helgi tók mig gaf sterka tilfinningum um að hann viti hvað hann er að gera. Í dag er ég búinn að fylgja æfingaráætlunum frá Helgi í þrjá mánuði. Eldri meiðsl og gömlu veiku punktarnir hafa látið mig í friði og orðinn mörg ár síðan að mér hefur liðið jafn vel í skrokknum.
 
Pétur Hansson
 
Einkatímarnir hjá Helga Jónasi henta mér frábærlega. Hann hefur kennt mér að það hefst ekki allt með hamagangi heldur nást markmiðin með því að samhæfa sál og líkama. Ég hef lært að þolinmæði og skynsemi skila mér árangri í líkamsrækt eins og í svo mörgu öðru í lífinu. Helgi  Jónas er metnaðarfullur kennari sem er stöðugt að bæta við sig þekkingu sem hann nýtir sér óspart við þjálfunina.  
Kveðja
 
Sólný Pálsdóttir
 
Ég hef verið með eymsli í baki og háls undanfarin 5 ár og hafa verkir og óþægindi aukist ár frá ári. Ég hef sótt aðstoð til margra fagaðila í meðhöndlun á bakverkjum og gengið misvel. Í nóvember 2007 hóf ég pantaði ég mér einkaþjálfun hjá Helga Jónasi og stóð sú þjálfun yfir tvisvar í viku 10 vikur í senn. Við verðum styrktaræfingar í tækjum, bolta og á gólfi. Ég fann mikinn mun á þessum 10 vikum, fékk nýtt æfingarplan til að vinna með heima í kjölfarið. Eftir að hafa æft sjálfur á líkamsræktarstöð í 10 vikur til viðbótar hittumst við aftur og fór Helgi með mér yfir nýjar æfingar tvisvar í viku í 10 vikur. Þetta höfum við nú gert í þrígang þ.e.a.s 3 x 10 vikur. Ég er í betra formi og miklu sterkari líkamlega – þar fyrir utan er finn ég ekki til neinna eymsla í baki og hálsi.
Mér er það sönn ánægja að veita Helga Jónasi mín bestu meðmæli sem mjög hæfur einkaþjálfari.
Virðingafyllst.
Stefán Guðjónsson
 
Fyrir einu og hálfu ári var ég orðin verulega þreytt á líkamsástandi mínu, mér fannst ég þung og þreytt og fannst tími til komin að gera eitthvað í þessum málum. Og þar sem ég hef ekki mikið vit á líkamsrækt eða næringafræði snéri ég mér til Helga Jónasar sem var starfandi einkaþjálfari í sinni eigin stöð í Grindavík. Hann tók mig í gegn frá A - Ö, fór í gegnum mataræðið, lagaði hjá mér líkamsstöðuna og þrælaði mér áfram í tækjasalnum án þess að ganga þó fram af mér en það var einmitt það sem ég þurfti. Og árangurinn lét ekki á sér standa, ég hef farið eftir einu og öllu sem hann sagði mér að gera, tók allt mataræðið í gegn og matarvenjur, samhliða því að í dag stunda ég líkamsrækt að fullum krafti og geri það með bros á vör en ekki með kvíða og kvöð eins og áður fyrr. Ég mæli eindreigið með Helga Jónasi sem einkaþjálfara.
Kveðja:
Þórhildur Rut Einarsdóttir ( Tótla )
 
I have been a client of Helgi for some time now. He has measured both my strength and flexibility and has provided me with 4 training programs including strength, stretching and running programs. Helgi is an excellent personal trainer. His directions are thorough and I’ve enjoyed to learn new exercises and stretches. I am very pleased with the results as both my strength and flexibility has increased.         
Þórunn S. Eiðsdóttir
 
 
 

Umsagnir um bókina "Your Ultimate Fat Loss System"

 
 
I recently had the opportunity to review Helgi's book (no name) and I was blown away. It is not just a book on fat loss it is a system of getting healthy and achieving your fitness goals. You will walk away from this book with a degree in how to eat properly, exercise to get results, and a plan to be consistent. This is a top notch program!

Lee Taft
 
Eftir að hafa lesið bókina langaði mig að stökkva út og sigra heiminn. Ég ákvað þó fyrst að sigrast á sjálfum mér með því að fylgja þeim frábæru leiðbeiningum sem bókin hefur upp á að bjóða. Ég ætla að verða besta útgáfan af sjálfum mér og borða ávallt hollan mat og stunda heilsurækt daglega.

Þorgrímur Þráinsson
Rithöfundur
 
 
Nýverið las ég bókina The Ultimate Fat Loss System eftir Helga og ég get sagt óhikað að þetta er áhugaverð, grípandi og hvetjandi lesning sem fékk mig til að setja mér markmið og standa við það!
Sérstaklega hvetjandi, líkt og þú sért að tala beint við þann sem er að lesa. Markmiða kaflinn í bókinni þótti mér líka mjög áhugarverður því fólk getur heimfært þetta á hvað sem er í lífi sínu.
Hver sá sem hefur áhuga og hug á að bæta og breyta sínu lífsmynstri hvað æfingar og mataræði varðar þá mæli hiklaust með bókinni sem leiðsögn í þeirri vegferð.
Bjarney Annelsdóttir
ÍAK einkaþjálfari
 
Your Ultimate Fat loss System er frábær lesning sem allir einkaþjálfarar og fólk með áhuga á heilsu og hreyfingu ætti að kynna sér. Þessi bók mun nýtast mér sem einkaþjálfara og ætti að vera til á hverju heimili"
Íris Edda Heimisdóttir
ÍAK einkaþjálfari
 
As a professional in the fitness sector, I have endeavoured to find the best and most efficient methods to help my clients to help lose body fat and maintain a healthy lifestyle. I have tried and tested so many that I have lost count, but then I came across Helgi’s system. Helgi offers a system that is so simple and fool proof, that initially, even with my sceptical line of thought, I was amazed at his process. Again I reinforce, IT IS SO SIMPLE TO FOLLOW. I have tried them all (those that are worth trying) and this I rate this system with the best of them. I do make it clear that I am not affiliated with Helgi in any way, but we both have the same purpose in life: To help and guide people to healthier, leaner and more productive lifestyles.   The added bonus was that any areas which needed clearing up, Helgi offers a 30 min phone consultation on purchase to explain and of his methods and planning.
Helgi will tell you that he is not offering a magic wand to weight loss. He is offering you the tools and guidance that enable you to reach that healthy & desirable body you strive to achieve.
Life is for living, not for enduring. Don’t endure idiotic weight loss systems. Live your life properly. Helgi’s fat loss system works!!
Byron Clarke
NASM PT