Fréttir

 • Öflug símenntun framundan
  Styrktarþjálfun.is með Helga Jónasi Guðfinnssyni í fararbroddi, ætlar að halda áfram að leggja sín lóð á vogaskálarnar í von um að efla gæði í þjálfun á Íslandi enn frekar.
  meira
 • Bækur sem ég mæli með
  Mottó mitt í lífinu er að hætta aldrei að læra. Ég trúi því að okkur geti aðeins farið fram og aftur en ekki staðnað. Hér hef ég tekið saman lista yfir þær bækur sem ég hef lesið á undanförnum árum og mæli með.
  meira
 • Fróðleikur - Snúningur á ökkla
  Ökklameiðsli eru tíð hjá íþróttamönnum. En hvað gerum við þegar við snúum okkur á ökkla? Við kælum og hvílum í viku eða jafnvel lengur eftir því hversu alvarleg tognun var. En er nóg að hvíla og byrja svo þegar maður getur farið að stíga í fótinn aftur? 
  meira

Innskrįning

 

Hvað er að stoppa þig

 

12 vikna hugarfarsnámskeið

 

Í þessari þjálfun er farið verður yfir hvernig þú breytir hugarfari. Við höfum öll byggt upp ákveðnar hindranir sem við vitum ekki um. Ég mun hjálpa þér að finna þær hindranir og brjóta þær niður þannig að þú náir þeim árangir sem þú sækist eftir.


 

Hvernig fer Þjálfun fram:


12 fyrirlestrar sem þú færð senda til þín
 
Lokaður FB hópur
 
Vikuleg verkefni sem hjálpa þér að finna og brjóta niður hindranir
 
Aðgangur að þjálfara á meðan þjálfuninni stendur.
  
 
 
Tilboðsverð er 29.100 kr eða 9.700 kr á mánuði (þrjár greiðslur)
 
 

Námskeiðslýsing

 
 
Vika 1 til 4 

Þekkir þú þig?


Vika 1 og 2  

Lærðu að þekkja sjálfan þig

Farið er í “model of simplicity”

Hvernig fer ég að því að kynnast mér

 

Vika 3

Hver er sökudólgurinn

Hvað þarftu að skoða til þess að finna sökudólginn

 

Vika 4

Persónugerving

Lærðu að aðskilja þig frá þeim aðstæðum sem þú skapar. 

 

 

Vika 5 til 7 

Hvað er að halda aftur af þér?

 

Vika 5 og 6 

Hamlandi yfirlýsingar

Hver er ásetningurinn þinn?

Hvað langar þér að gera í þessu lífi?

Finnur hvað er að halda aftur af þér að þú náir þeim ásetningi?

 

Vika 7 

Forgangsröðun

Forgangsröðum því sem þú vilt ná fram


Vika 8 til 12  

Farvegurinn að velgengni 

 

Fyrsta verkfærið vika 8

Hamlandi yfirlýsingar og þrívíddar umferðin

 

Annað verkfærið vika 9

Hvað-Ef

 

Þriðja verkfærið vika 10

Undurbúningur fyrir hið óþekkta

Ef-þá

Breytt viðhorf


Fjórða verkfærið vika 11

Möntrur og staðfesting

 

Hvar ertu staddur núna? Vika 12

Horfum tilbaka og skoðum hversu langt þú ert komin/n


 
 
 
 
Skráning og nánari upplýsingar um þjálfunina (getur fengið senda námskeiðslýsinguna) á helgi at styrktarthjalfun.is 
 
 
 
 
 
 

Umsagnir frá iðkendum 

 
Námskeiðið hjá Helga er frábær leið til að öðlast skilning á ákveðnu hegðunarmynstri. Það er ekki auðvelt að fara í slíka vinnu en árangurinn lætur ekki á sér standa ef þú leggur þig fram og innir af hendi þá vinnu sem lagt er upp með.
 
Námskeiðið hefur hjálpað mér að vera meðvituð um ákveðna líðan og hvaða tilfinningaferli fer af stað við ákveðið hugsunarmynstur. Þetta er ákveðið ævintýri í tilfinningalegri og andlegri líðan.
 
Námskeiðið hefur reynst mér vel í að greina ákveðna líðan og staldra við áður en ákveðið hegðunarmynstur fer af stað. Það sem stendur uppúr er sú hugsunarbeyting að ef þú gerir alltaf það sama þá færðu alltaf sömu útkomu. Þetta er leiðsögn í því að brjóta upp slíkt mynstur. Ef þú telur þig tilbúin í slíka vinnu þá er þetta námskeið klárlega eitthvað sem ég mæli með.

 
Margrét Knútsdóttir
 
 
 
Í byrjun mars lagði ég af stað í ferðalag sem hefur gert svo mikið fyrir lífið mitt til þess betra.Ég hélt ég væri með allt svo flott og fínt í lífinu en var með það bara allt í lagi en hver vil það þegar þú heyrir af einhverju sem mun gera lífið þitt MIKIÐ betra. Í byrjum mars fór ég á námskeið hjá Helga sem heitir “Hvað er að stoppa þig” og hvað hefur það gefið mér?

Mikið breytt og bætt hugafar,verkfæri til að stilla mig af ef kvíði depurð pirringur neikvæðni hroki bankar uppá,en ég er mannleg og næ þessu ekki alltaf að stilla mig af en það er allt í lagi því í dag á ég huga sem ég er stöðugt að skoða til þess betra áður fyrr þá bara framkvæmdi ég og hugsaði eftir á og lenti í leiðindar málum en það gerist ekki í dag því ég er með þetta flotta prógram sem hefur gefið mér svo góða daga og stundir að það hálfa væri nóg.

Ég var háð fullt af neikvæðum hlutum sem mér fannst allt í lagi en fjölskyldu minni ekki svo þegar ég næ að laga hlutina þá sé ég að ég var ekki alveg með þetta.

Ég mæli 100 prósent með þessu námskeiði AFHVERJU??Jú það er búið að gefa mér svo mikið og mun halda áfram að gera það og að það nái að ýta mér útfyrir þægindaramma minn er magnað:)Einu sinni var ég alltaf að leita af lausn en nú veit ég að lausnin var allan tíman hjá mér:) Takk elsku meistari Helgi Gudfinnsson þú ert svo sannalega búin að breyta mínu lífi eins og svo margra

 
Gerða Hammer

 
 

"Hvað er að stoppa þig" er frábært námskeið sem er búið að hjálpa mer mikið. Eg var i raun i sma lægð hvað varðar hugarástand þegar leitaði til Helga. Hvað er að stoppa þig hefur gert mer auðveldara fyrir að skilja ferlið sem eg kom mer i ut a velli og hvernig eg sem einstaklingur get tekist a við þær aðstæður sem eg kem mer í.
Námskeiðið hefur ekki endilega hjálpað mer að vera jakvæðasti einstaklingurinn a Íslandi enda er það ekki markmiðið, námskeiðið hjálpaði mer að kunna á sjálfan mig sem er eitthvað sem allir þurfa á að halda. Eg tel mig hafa náð goðum árangri en hugarþjalfun er ekki ósvipuð og golf, þu verður að æfa þig stanslaust ef þu vit eiga von a árangri.
 
Mer byrjaði að ganga betur úti a golfvelli með nyrri og meðvitari hugsun.
Helgi er frábær leiðbeinandi sem hefur þekkingu a þvi sem hann er að kenna, ástæðan fyrir þvi að eg leitaði til hans er lika útaf þvi að hann var goður i íþróttum og skilur þvi oft mínar aðstæður.

Ef þu vilt bæta hugafarinu þitt með markvissum hætti þa mæli eg með Helga og hans námskeiðum, ekki síst námskeiðinu hvað er að stoppa þig?

 
Bjarki Pétursson
 

 
 
Ég ákvað að slá til og fara á þetta námskeið Hugsaði, ég eyði peningum í aðra eins vitleysu.
Vissi raun ekki hvað ég var að fara út í en þetta námskeið kom mér verulega á óvart á jákvæðan hátt.

Það sem hefur hjálpað mér mest er að skoða daginn sem er að kvöldi kominn og fara yfir hann með gagnrýnisaugum og sjá hvað það er sem betur má fara. Í raun voru það alltaf svipaðar aðstæður sem ég leyfði mér að komast í og þá yfirleitt neikvæðar. Eftir því sem leið á námskeiðið varð ég jákvæðari og átti auðveldara með að takast á við neikvæðar hugsanir og gjörðir.
 
Þau hjálpartól sem Helgi hefur kynnt fyrir mér hafa hjálpað mér að skilja hvað og hvert ég ætla að stefna með líf mitt, kannski of djúpt til orða tekið en svo er ekki. Ég hef alltaf verið að bíða eftir einhverju í lífinu. Undanfarin ár hafa einkennst af þv, en núið er það sem skal nýta til fullnustu í lífinu.

Ég mæli eindregið með þessu námskeiði. Að finna það sem er hamla og hefta mann og geta lagað það með vinnu í sjálfum sér er meiriháttar. Finna hvernig allt verður einfaldar með að eyða neikvæðni, pirring eða öfund á auðveldari hátt en áður.

 
Eiður Gils Brynjarsson


 
Í mars byrjaði ég i námskeiði sem heitir ,,Hvað er að stoppa þig,, sem Helgi hefur verið með. Á þessum tíma hefði eg verið meiddur síðan i janúar og byrjað að taka á andlegu hliðina. Þa fannst mer tilvalið að skrá mig á þetta námskeið til að hjálpa mér að komast upp úr þessum meiðslum.
 
Það sem mig hefur fundist með þetta námskeið er það hvernig hugarfarið breyttist gagnvart öllu. Ég er mikið jákvæðari fyrir hlutunum sem eg er að gera og næ að stoppa mig af þegar eg verð pirraður og þegar kvíði og stress koma upp.
 
Ég mæli með þessu námskeið vegna þess að það hefur hjálpað mér og ég veit að það mun einnig hjálpa þér.

 
Ari Már Andrésson


 
Eg hef oft farið a fyrirlestra og fleira i þeim dúr um hugarfar,lært það i gegnum bækur, námið og golfið. Eg let loks verða af þvi að fara með manninum mínum a hugarfars námskeið sem gerði það að verkum að við höfðum hvort annað til áminningar. Það hentaði okkur að hafa fjarnamskeið þvi við forum tvisvar til útlanda a meðan a námskeiðinu stoð og vorum mjog upptekin líka og gátum stjórnað hvernig við unnum i námskeiðinu.
 
Námskeiðið hjálpaði mer i að ná tökum a stjórn a neikvæðum tilfinningum og óþarfa pirringi, eitthvað sem mig vantaði. Þetta er punkturinn yfir i-ið sem mig vantaði þvi eg kunni þetta allt en vantaði færnina i að geta breytt þessum tilfinningum rett.
 
Þetta hefur þvi haft mikil og goð áhrif a golfið og námið hjá mer.
Eg mæli með að fara a svona með einhverjum sem maður þekkir vel þvi allir hafa gott af þvi, þetta er hagstætt og þa hafa tveir einstaklingar hvorn annan til stuðnings.

 

 
Karen Guðnadóttir, 24 ara, landsliðs kylfingur

 

 

Þegar ég fór af stað í hugarfarsþjálfun hjá Helga Jónasi vissi ég ekki alveg eftir hverju nákvæmlega ég var að leita. Ég taldi mig vera nokkuð skipulagðan og með hlutina á hreinu, vinna, körfubolti ofl. ofl. 
 
Eitthvað var þó að trufla þannig ég náði ekki mínum persónulegu markmiðum t.d. sérstaklega hvað varðar að sinna heilsunni. Þegar ég fór að líta meira inná við og spyrja sjálfan mig af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru fór ég að læra meira á sjálfan mig, fór að segja nei við því sem ég er beðinn um og hafði ekki tíma, stýra mínu lífi út frá mínum þörfum.
 
Ég tek breytingarnar í litlum skrefum, vinn í að minnka utanaðkomandi álag fyrst, þegar ég er kominn með jafnvægi á það hef ég strax meiri tíma til að sinna sjálfum mér. Ég held áfram að horfa inn á við og spyrja sjálfan mig „Pálmi hvað ertu að gera núna? af hverju? og hvernig vilt ÞÚ að þetta sé?“ Þetta námskeið opnaði fyrir mér margar dyr inn í mitt eigið líf og fyrir vikið næ ég að skipuleggja mig betur útfrá því hverjar mínar þarfir eru, til þess að mér líði sem best. Ég mæli hiklaust með Hvað er að stoppa þig hugarfarsnámsekiðinu hjá Helga Jónasi sama hvort þú ert í námi, úr atvinnulífinu eða íþróttamaður þá hjálpar það alltaf að þekkja sjálfan sig betur til þess að ná árangri í lífinu.
 

 

Pálmi Þór Sævarsson
Deildarstjóri hjá Vegagerðinni og yfirþjálfari yngriflokka hjá KKd. Skallagríms
 

 

 

Ég hafði ekki mikla hugmynd um út í hvað ég var að fara þegar ég skráði mig á námskeiðið hjá Helga, en eitthvað sagði mér að þetta væri þess virði.

 

Það besta við uppsetninguna á námskeiðinu er hve auðvelt þetta er. Ég hef prufað alls konar, hugleiðslu, jóga og ýmis konar andlega speki, það sem námskeiðið hefur fært mér er endurheimt á ákveðnum fókus, dýpri snerting við eitthvað djúpt í mér, þetta djúpa er gott sko!

 

Mesti eye openerinn fyrir mér var þegar við ræddum að gamla hugarfarið mitt hefur fleitt mér svona langt, nú þarf eitthvað nýtt að opnast til að ég haldi áfram að þróast. Ég hef nefnilega gripið sjálfan mig við það að langa svo að finna aftur gamlan kraft, andlegan kraft sem ég hafði einu sinni. Að finna hann aftur er líklega ekki hægt, nú er kominn tími fyrir eitthvað nýtt.

 

Ég hlakka gríðarlega mikið til að opna hugann, huginn eins og annað, myndar sér mynstur eða “för” og vill alltaf fara aftur ofan í þau, nú er tími fyrir nýjar víddir. Mæli hiklaust með þessu fyrir þá sem vilja nýtt og betra hugarfar.


 

Guðmundur Sigurðsson

 

 

 

 

Ég skráði mig á námskeiðið hjá Helga vegna þess að ég var að leita mér að „verkfæri“ gegn streitu í daglega lífinu. Ég hafði prufað hugleiðslu og líkaði mjög vel en fannst mér vanta eitthvað aðeins meira/dýpra. Það er óhætt að segja að ég hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum, þetta mætti öllum mínum kröfum og gott betur.
 
Á námskeiðinu lærði ég mikið um sjálfa mig, margt meira að segja sem ég vissi ekki áður!!
 
Þetta var erfitt á köflum en samt gott og ég finn að þetta hefur gert mér mjög gott. Það er ótrúlega frelsandi að læra að þekkja þær tilfinningar sem hefta huga manns og að læra að koma í veg fyrir þá hegðun/viðbrögð sem þær leiða af sér. Þetta hefur einnig hjálpað mér mikið í samskiptum við fólk og finn að það hefur mikil og góð áhrif á vinnuna mína.
 
 
Ég mæli 100% með þessu námskeiði því við höfum öll gott af því að líta aðeins meira inná við, það gerir okkur sjálf jákvæðari og hefur góð áhrif á alla í kringum okkur
 
 
 
Anna Pála Magnúsdóttir
 
 
 
 
 
 
Ég sé ekki eftir því að gefa námskeiðinu hjá Helga tækifæri. Ég hef verið föst í sömu hjólförunum lengi. Ég hef aldrei áður skoðað sjálfa mig svona djúpt og áttað mig á því að hugurinn, tilfinningar og líðan er svakalega stór þáttur í mínu hefta hugarástandi.
 
Námskeiðið þ.e. Helgi Jónas sjálfur hefur hjálpað mér að greina hvað það er sem hindrar mig í að komast uppúr hjólförunum í mínu lífi.
 
Ég held ótrauð inn í haustið í að efla frjálst hugarástand. Ég mæli hiklaust með námskeiðinu fyrir þá sem vilja nýja sýn á sjálfan sig og lífið.
 
 
Ragnhildur Ingólfsdóttir
 
 
 
 
 
 
 
Eftir að hafa farið í gegnum námskeiðið hjá Helga hef ég mun meiri stjórn á tilfinningum og hugsunum mínum.
 
Þú lærir aðferðir sem hjálpa þér dagsdaglega. Þetta hefur bætt mig sem þjálfara til að takast á við aðstæður sem kannski pirruðu mig eða gerðu mig reiðan núna hefur maður betri stjórn

Ég mæli eindregið með námskeiðinu. Þetta námskeið er fyrir alla. Hvort sem það er fólk að reyna að ná árangri í ræktinni eða sinni íþrótt. Einnig fyrir alla þjálfara það eru fáir að vinna í huganum en í sjálfum sér ættu allir að vera að gera það.

 
 
Baldur Þór Ragnarsson

 

 
 
 
Námskeiðið hefur hjálpað mér að hugsa öðruvísi, tækla hin ýmsu viðfangsefni á annan hátt en ég gerði áður með því að láta ákveðnar hugsanir og tilfinningar hafa áhrif á mig.
 
Ég mæli eindregið með námskeiðinu hjá Helga. Það hjálpar til að ná framförum og árangri í daglegu lífi sem og í öllum þeim verkefnu sem þú tekur þér fyrir hendur.


 

Anton Már Ólafsson

 

 

 

  

  


Námskeiðið hjá Helga hefur hjálpað mér að þekkja tilfinningarnar mínar betur og ég er miklu meðvitaðari um þær en áður. Ég hef lært að hafa betri stjórn á tilfinningunum og ég veit hvenær ég þarf að grípa inní áður en ég leyfi þeim að hafa þessi neikvæðu áhrif á mig. 
 
Ég mæli hiklaust með námskeiðinu vegna þess að ég finn að ég er betri og bættari manneskja með miklu betra hugarfar en áður.
 
Ég viðurkenni að þetta var alls ekki auðvelt og stundum langaði mig bara að hætta, þetta var mjög krefjandi EN vel þess virði. 

Takk fyrir mig.

 

 
Kristín Einarsdóttir
 
 
 
 
 
 
Hvað er að stoppa þig er frábært námskeið. Það hefur hjálpað mér til að sjá hlutina í nýju ljósi og uppgötva hugsanir og tilfinningar sem hefta mann í daglegu lífi.
 
Ef þú villt breyta því hvernig þú tekst á sjálfan þig og þitt hugarfar þá er þetta klárlega málið.

 
Jóhann Þór Ólafsson